PARANÁMSKEIÐ
Úr Togstreitu í Betri Tengsl
Námskeið fyrir pör sem vilja ná dýpri tengingu, skilja betur hvort annað og skapa rólegra
og nánara samband.
Í öllu nánum samböndum kemur upp ágreiningur. En þegar togstreitan fer að taka
völdin, rifrildi endurtaka sig og þögnin verður háværari en orðin þá getur verið erfitt að
tengjast aftur. Þetta námskeið er ætlað pörum sem vilja öðlast meiri skilning á
óheppilegum samskiptamynstrum, rjúfa vítahringi og skapa nýja og betri tengingu við
hvort annað.
Næsta námskeið:
Hvað felur námskeiðið í sér?
Á námskeiðinu fáið þið:
- Einföld en áhrifarík verkfæri til að takast á við ágreining af nærgætni og skilningi
- Innsýn í eigin samskiptamynstur og hvernig þau kunna að hafa mótast
- Leiðir til að tjá sig skýrar, hlusta betur og mæta hvort öðru af væntumþykju
- Dýpri skilning á því sem liggur undir yfirborði rifrilda
- Æfingar og spurningar sem þið getið unnið með saman eða hvort í sínu lagi
Við skoðum m.a.:
- Hvernig átök verða til og hvernig hægt er að snúa þeim í tengingu
- Ósigrandi ágreiningsmynstur og hvernig má rjúfa þau
- Hver lærði hvað um samskipti í æsku og hvernig það hefur áhrif í dag
- Leiðir til að byggja upp traust, virðingu og tilfinningalegt öryggi
- Hvernig húmor, hlé og snerting geta orðið mikilvægir bandamenn í erfiðum
aðstæðum
Hverju má búast við að fá út úr námskeiðinu?
Sem par lærið þið að:
- Skilja betur hvernig þið bregðist við í átökum og hvers vegna
- Koma ykkur út úr föstum mynstrum sem valda fjarlægð
- Byggja upp meiri ró, nánd og leikgleði í daglegum samskiptum
- Tjá ykkur með virðingu og hlustun, líka þegar ágreiningur kemur upp
- Finna nýja leið til að vera saman – með meiri meðvitund, mýkt og tengingu
Fyrir hverja er námskeiðið?
Þetta námskeið er fyrir pör sem:
- Vilja finna leiðir og vinna sig úr vítahringjum rifrilda
- Eru tilbúin að vinna í sambandinu sínu af forvitni og gagnkvæmri umhyggju
- Langar að dýpka tengslin, styrkja traustið og auka virðingu
- Hvort sem þau eru í erfiðleikum eða einfaldlega vilja hlúa að sambandinu með
því að gera gott betra - Það þarf ekki allt að vera „komið í skrúfuna“ áður en við tökum stjórn á því hvaða átt okkar parasamband er að sigla.
Leiðbeinendur námskeiðsins:
Elísabet Ósk Vigfúsdóttir og Guðný Eyþórsdóttir,
fjöslyldu- og pararáðgjafar
SÁLFRÆÐISTOFAN, HÖFÐABAKKA
10. APRÍL – KL 19:30 – 21:00
Verð: 15.000 kr. fyrir par.
ATH: flest stéttafélög niðurgreiða námskeiðið – svo endilega nýtið ykkur það
Að lokum:
Þetta er ekki námskeið þar sem ætlast er til að þið séuð „fullkomin“
– Ekkert par er fullkomið!!
Þetta er námskeið sem hjálpar ykkur að vera meðvitaðri, nærgætnari og betur tengd í
því sambandi sem þið hafið valið.
Þið þurfið ekki að rífa ykkur út úr rifrildi – þið getið vaxið út úr því saman <3
Til hamingju með að vera meðvituð um að samband og ást er vinna og það er
áðdáunarvert að vilja leggja hana á sig.